Innskráning í Karellen
news

Heimsókn frá 1. og 2. bekk GBf- Varmalandi

16. 11. 2022

8. nóvember síðastliðinn var Baráttudagur gegn einelti. Af því tilefni komu krakkar úr 1. og 2. bekk í Grunnskóla Borgarfjarðar, Varmalandsdeild, í heimsókn á Rauða kjarna.

Buðum við krökkunum með okkur á valfund, í bita og útiveru. Það var virkilega gaman að hitta stóru krakkana og leika með þeim. Sum voru gamlir Hraunborgar nemendur sem gaman var að hitta aftur.

Við ræddum aðeins um mikilvægi þess að stórir og litlir krakkar geti hjálpað hvort öðru og passað upp á hvort annað enda er það eitt af því sem við þurfum að gera til að sporna við einelti.© 2016 - Karellen