Innskráning í Karellen

Stjórn foreldrafélagsins

Stjórn Foreldrafélags Hraunborgar árið 2019-2020

Adam Logi Halldórsson Adamlogi123@gmail.com
Bernharður Guðmundsson b3nni@internet.is
Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir liljarannveig@gmail.com
Ólafur Daði Birgisson olafur.dadi@gbf.is


Starfsemi félagsins

Starfsreglur Foreldrafélags Hraunborgar

Félagið heitir „Foreldrafélag Hraunborgar" og eru félagar, allir foreldrar og forráðamenn barna í Hraunborg.

Markmið foreldrafélags:

 • Efla samstarf heimilis og leikskóla

 • Vera samstarfsvettvangur foreldra

 • Stuðla að góðum skólaanda m.a. með því að vinna að öflugu félagslífi í leikskólanum

 • Stuðla að auknum kynnum barna, foreldra og starfsmanna skólans

 • Koma á framfæri sjónarmiðum og hugmyndum foreldra varðandi leikskólastarfið til skólastjórnenda og foreldraráðs

 • Tryggja sem besta velferð barna í leikskólanum

Verkefni foreldrafélaga:

 • Skipuleggja viðburði í samstarfi við leikskólann, aðventustund, leiksýning, jólatrésskemmtun og sumarhátíð.

 • Koma á umræðu- og fræðslufundum fyrir foreldra um uppeldis- og leikskólamál

 • Veita leikskólanum lið í að bæta aðstæður til leiks og náms

 • Sitja fundi með foreldraráði og skólastjórnendum um skólastarfið

 • Taka þátt í samstarfi við önnur foreldrafélög og samtök foreldra á sínu svæði

 • Taka þátt í landssamtökum foreldra

Hverjir eru í foreldrafélagi?

Félagar í foreldrafélagi eru allir foreldrar og forráðamenn barna í leikskólanum. Stjórn foreldrafélags er kosin af foreldrum á árlegum aðalfundi félagsins að hausti. Í stjórn foreldrafélags eru kosnir 6 foreldrar. Ný stjórn skiptir með sér verkum á fyrsta fundi og tilnefnir formann, gjaldkera, ritara og meðstjórnendur. Fundir skulu haldnir að hausti og að vori, og ef að séu viðburðir í aðsígi.

Félagsgjöld.
Félagsgjöld eru innheimt með leiksólagjöldum 600 kr. á mánuði á barn. Ef um er að ræða systkini er aðeins greitt eitt gjald. Sjóðnum er ætlað að standa straum af ýmsum uppákomum s.s. leiksýningum, sumarhátíð o.fl.

Frekari upplýsingar er að finna á heimasíðu Heimilis og skóla og í Handbók foreldraráða í leikskólum.


Fundargerðir

---------------------------------------------

fundargerðir 2007-2008.pdf

© 2016 - Karellen