Stjórn foreldrafélagsins

---------------------------------------------------------------

Anna Steinunn Gunnarsdóttir

Ástrós Signýjardóttir

Gunnþórunn Jónsdóttir

Kristín Hrönn Guðmundsdóttir

Marta María Skúladóttir

Sonja Marsibil Þorvaldsdóttir


Starfsemi félagsins

----------------------------------------------------------

Starfsreglur Foreldrafélags Hraunborgar

1. grein Félagið heitir „Foreldrafélag Hraunborgar" og eru félagar, allir foreldrar og forráðamenn barna í Hraunborg.

2. grein Markmið félagsins er að: - efla samstarf heimilis og leikskóla - koma á framfæri sjónarmiðum foreldra varðandi leikskólamál - efla kynni foreldra innbyrðis og við starfsmenn leikskólans - koma á umræðu- og fræðslufundum um uppeldis- og skólamál í samráði við leikskólann - taka þátt í samstarfi við önnur foreldrafélög og samtök foreldra - tryggja sem besta velferð barna í leikskólanum

3. grein Í stjórn félagsins skulu vera 8 fulltrúar, tveir fulltrúar fyrir hvern kjarna, auk fulltrúa starfsmanns og leikskólastjóra (aðstoðarleiksólarstjóra). Miðað er við að hver fulltrúi sitja í stjórn eigi skemur en 2 ár.

4. grein Á fyrsta fundi vetrar skal stjórn skipta með sér verkum. Skipa skal formann, gjaldkera og ritara, auk meðstjórnenda.

5. grein Félagsgjöld eru innheimt með leiksólagjöldum 400 kr. á mánuði á barn. Ef um er að ræða systkini er aðeins greitt eitt gjald. Sjóðnum er ætlað að standa straum af ýmsum uppákomum s.s. leiksýningum, sumarhátíð o.fl.

6. grein Meðal verkefna sem félagið stendur fyrir ár hvert eru uppákomur s.s. aðventustund, leiksýning, jólatrésskemmtun og sumarhátíð. Ennfremur hefur félagið, bæði eitt og sér og í samvinnu við önnur foreldrafélög, staðið fyrir fyrirlestrum ætluðum foreldrum og starfsfólki.

7. grein Fundir skulu haldnir eigi sjaldnar en annan hvern mánuð og skulu formaður og leikskólastjóri (aðstoðarleiksólastjóri) sjá um að ákveða og tilkynna þá.

Reglur þessar voru gerðar 24. Október 2007.

Fundargerðir

---------------------------------------------

fundargerðir 2007-2008.pdf

© 2016 - Karellen