Haustlög


Haustvísa

Hvert er horfið laufið sem var grænt í gær?

Þótt ég um það spyrji verð ég engu nær.

Blöðin grænu hafa visnað, orðin gul og rauð.

Ef ég horfi mikið lengur verður hríslan auð.

(Það er hægt að sjá myndband af laginu hér.)


Einu sinni á ágústkvöldi

Einu sinni á ágústkvöldi
austur í Þingvallasveit
gerðist í dulitlu dragi
dulítið sem enginn veit,
nema við og nokkrir þrestir
og kjarrið græna inn í Bolabás
og Ármannsfellið fagurblátt
og fannir Skjaldbreiðar
og hraunið fyrir sunnan Eyktarás.
Þó að æviárin hverfi
út á tímans gráa, rökkur-veg,
við saman munum geyma þetta
ljúfa leyndarmál,
landið okkar góða, þú og ég.


Á Sprengisandi

Ríðum, ríðum, rekum yfir sandinn,
rennur só á bak við Arnarfell.
Hér á reii' er margur óhreinn andinn
úr því fer að skyggja á jökulsvell.
:,:Drottinn leiði drösulinn minn,
drjúgur verður síðasti áfanginn.:,:

Þei þei, þei þei. Þaut í holti tófa,
þurran vill hún blóði væta góm,
eða líka einhver var að hóa
undarlega digrum karlaróm.
:,:Útilegumenn í Ódáðahraun
eru kannski' að smala fé á laun.:,:

Ríðum, ríðum, rekum yfir sandinn,
rökkrið er að síga' á Herðubreið.
Álfadrotting er að beisla gandinn,
ekki' er gott að verða' á hennar leið.
:,:Vænsta klárinn vildi' ég gefa til
að vera kominn ofan í Kiðagil.:,:


Kveikjum eld

Kveikjum eld, kveikjum eld, kátt hann brennur,
sérhvert kveld, sérhert kveld, syngjum dátt.
Örar blóð, örar blóð um æðar rennur,
blikar glóð, blikar glóð, brestur hátt.

Hæ, bálið brennur, bjarma á kinnar slær.
Að logum leikur ljúfasti aftanblær.
Kveikjum eld, kveikjum eld, kátt hann brennur,
sérhvert kveld, sérhvert kveld, syngjum dátt.


Vögguvísa

Dvel ég í draumahöll og dagana lofa.

Litlar mýs um löndin öll liggja nú og sofa.

Sígur ró á djúp og dal, dýr til hvílu ganga.

Einnig sofna skolli skal með skottið undir vanga


Lagið um apana og hestana

Það var einu sinni api

í ofsa góðu skapi

hann þoldi ekki sultu

en fékk sér banana

bananana (smella með tungunni)

bananana (smella með tungunni)

bananananna bananananna, bananana

(smella með tungunni)


Það var einu sinni hestur

sem hélt hann væri prestur

hann vildi ekki heyið

og fékk sér kartöflu

kartöflu (smella með tungunni)

kartöflu (smella með tungunni)

kartöfluflu, kartöfluflu, kartöfluflu (smella með tungunni)


Það var í Örkinni hans Nóa

að dýrin fóru að róa

hestur, hundur, hæna

og líka krókódíll.

krókókódíll (smella með tungunni)

krókókódíll (smella með tungunni)

krókókodíll, krókókódíll, krókókódíll (smella með tungunni)


Lög með hreyfingum


A ram sam sam

A ram sam sam

a ramm samm samm, a ramm samm samm

Gúllí gúllí gúllí gúllí gúllí ramm samm samm

a ramm samm samm

Gúllí gúllí gúllí gúllí gúllí ramm samm samm

Hér er ég, hér er ég Gúllí gúllí gúllí gúllí gúllí

ramm samm samm:,:


Gulur rauður grænn og blár

Gulur rauður

Gulur rauður grænn og blár

svartur hvítur fjólublár

brúnn bleikur banani

appelsína talandi


Upp á fjall

Uppá fjall

Upp upp uppá fjall

uppá fjallsins brún

niður niður niður niður

alveg niður á tún


Kalli litli könguló

Kalli litli könguló klifraði’ upp á vegg
svo kom rigning og Kalli litli féll.
Upp kom sólin og þerraði hans kropp,
þá gat Kalli könguló klifrað upp á topp.


Uppi á grænum hól

Uppi’ á grænum hól
Uppi á grænum, grænum, himinháum hól,
sá ég hérahjónin ganga.
Hann með trommu
bomm, bomm, bomm, boromm, bomm, bomm,
hún með fiðlu sér við vanga.

Þá læddist að þeim ljótur byssukall
sem miðaði í hvelli,
en hann hitti bara trommuna sem small
og þau hlupu og héldu velli.


Við erum söngvasveinar

Við erum söngvasveinar
Við erum söngvasveinar á leiðinni’ út í lönd,
við erum söngvasveinar á leiðinni út í lönd,
leikum á flautu, á skógarhorn, á skógarhorn,
leikum á flautu, á fiðlu’ og skógarhorn.
Og við getum dansað, dansað dátt, dansað dátt, dansað dátt
og við getum dansað, dansað dátt, dansað dátt.


© 2016 - Karellen