Notarlegheit í Hraunborg

19. 09. 2017

Í síðustu viku hófum við nýtt og skemmtilegt tilraunaverkefni hér í leikskólanum á Hraunborg. Fyrir okkur er svo mikilvægt að öllum líði vel, foreldrum, börnum og kennurum svo að við ákváðum að hefja þetta verkefni til að hlúa að þeirri velferð. Verkefnið felst í því að við fengum vinkonu okkar hana Bryndísi Birgisdóttir einkaþjálfara til liðs við okkur í sex vikur. Hún mun leggja upp með rólega stund, teygjur, notarlegheit, líkamsstöðu, minna okkur á að vera í núinu og njóta þess að vera til. Bryndís mætir til okkar á Hraunborg tvisvar í viku og verður bæði með tíma fyrir foreldra og kennara og svo með börnunum. Hingað til hefur verkefnið gengið vel og hefur það sett skemmtilegan lit í leikskólastarfið á Hraunborg.

© 2016 - Karellen