news

Dagur leikskólans

06. 02. 2020

Á degi leikskólans, vorum við á Hraunborg svo heppin að fá vini okkar frá grunnskólanum á Varmalandi í heimsókn. Þetta voru snillingarnir úr fimmta og sjötta bekk sem sátu heldur betur ekki aðgerðarlaus heldur tóku sig til og unnu vinamyndir með börnunum á Hraunborg. Eftir myndsköpunina var síðan setist niður í rólegheitum og lesið saman bækur.

Við þökkum vinum okkar frá grunnskólanum á Varmalandi kærlega fyrir komuna til okkar.

© 2016 - Karellen