news

Ánægjuleg heimsókn

27. 09. 2019

Í dag fengum við skemmtilega heimsókn til okkar hingað á Hraunborg. En það voru vinir okkar úr björgunarsveitinni. Þeir komu til okkar, færandi hendi, og gáfu börnunum endurskynsmerki á úlpurnar sínar því það er jú að koma vetur og þá er eins gott að barn sjáist ef barn er á ferðinni í myrkrinu.

Heimsóknin vakti mikla ánægju hjá bæði börnum og starfsfólki og við þökkum kærlega fyrir okkur.

© 2016 - Karellen