Innskráning í Karellen
news

Dimmur föstudagur.

14. 01. 2022

Þann 14. janúar var haldið upp á Dimman föstudag í Borgarbyggð. Markmið dagsins var að nota sem minnst rafmagn og mögulegt er yfir daginn. Af sjálfsögðu tókum við á Hraunborg þátt í því og voru því öll börn hvött til þess að mæta með vasaljós fyrir föstudaginn dimma. Eftir morgunmat fóru öll börnin um allt húsið með vasaljós og var það voðalega gaman, við fengum sent myndband með sögunni um hana Búkollu í frásögn Hjörleifs Stefánssonar.

© 2016 - Karellen