Innskráning í Karellen
news

Vináttulota

13. 02. 2023

Vináttulota

Lota 5: Vinátta

  1. * Vináttulotan er þriðja stig félagsþjálfunar og fer fram í febrúar-mars.
  2. * Lykilhugtök eru: félagsskapur, umhyggja, nálægð, kærleikur.
  3. * Uppskeruvikan er kærleiksvika.

Vináttulotan er beint framhald af bæði samskipta- og jákvæðnilotunni og í reynd hástig þeirrar félagslegu jákvæðni sem þjálfuð hefur verið. Þar styrkjum við og eflum vináttu á allar lundir og vinaleikir s.s. leynivinaleikir barna- og fullorðinna eru skemmtilegt tækifæri. Einnig er mikilvægt að vinna með skilgreiningar á vináttunni, álit barnanna á vináttunni og hvað það þýðir að vera vinur eða vinkona. Umhyggjuæfingar geta verið fjölmargar t.d. fjölskyldumorgun þar sem foreldrar og forráðamenn eru hvattir til að koma með yngri systkini og eins geta kjarnar og hópar æft umhyggju og tillitsemi sín á milli og gagnvart öðrum í skólasamfélaginu. Raunveruleikatengd verkefni væru til dæmis að vinna verk fyrir aðra í húsinu s.s. fyrir stoðþjónustuna og hjálpa öðrum á kjarnanum við t.d. frágang. Kennarar og nemendur vinna saman að því að skapa nálægð og kærleika á kjarnanum sínum, æfa snertingu s.s. faðmlög og þegar raðir fara milli staða er kjörið að hafa vinaraðir þar sem tvö og þrjú leiðast í stað einfaldrar raðar.

© 2016 - Karellen