Innskráning í Karellen
news

Útskrift 2020

19. 06. 2020

Dagana 18 og 19 júní var haldið upp á útskrift skólahópsins hér á Hraunborg. Þann 18 júní var farið í útskriftarferð þar sem ýmislegt skemmtilegt var brallað. Við byrjuðum á því að kynna okkur staðhætti í Borgarnesi og skoðuðum bæði Bjössaróló og Skallagrímsgarð. Eftir könnunarleiðangurinn fórum við og fengum okkur hádegisverð á Grillhúsinu og fóru allir saddir og sælir þaðan út. Eftir matinn lá leið okkar í sveitina. Þar var farið á hestbak, gefið heimalingnum æti og dagurinn síðan kláraður í heita pottinum. Ferðin gekk sem sagt gríðarlega vel og komu allir ánægðir heim eftir daginn.

Þann 19 júní tók síðan útskrift barnanna við og fór hún fram í salnum okkar hér á Hraunborg. Við óskum vinum okkar innilega til hamingju með áfangan og þökkum þeim fyrir samfylgdina.

© 2016 - Karellen