Innskráning í Karellen
news

Sumarhátíð

23. 06. 2020

Í dag héldum við upp á hina árlegu sumarhátíð. Dagurinn var skipulagður af foreldrafélaginu á Hraunborg og tókst hann vel til. Blásinn var upp hoppukastali og vakti hann mikla ánægju meðal barnanna. Síðan var boðið upp á pylsur og svala fyrir svanga hoppara. Í lokin fengu börnin bæði ís og sumargjöf frá foreldrafélaginu.

Dagurinn var góður og vorum við svo sannarlega heppin með veður þó svo að það hafi ringt af og til á okkur. Mikilvægast var þó að allir virtust skemmta sér vel og þökkum við foreldrafélaginu kærlega fyrir að halda utan um þennan skemmtilega dag.

© 2016 - Karellen