Innskráning í Karellen
news

Jólaball

11. 12. 2020

Eftir jólaleiðangurinn var næsta verkefni hjá börnunum í Hraunborg að skreyta tréð fyrir jólaballið. Þetta gerðu þau með því að búa sjálf til skraut og mála köngla sem þau síðan hengdu á jólatréð. Síðan var haldið jólaball og þar dönsuðum við saman og sungum jólalög. Því miður komst hann Skyrgámur ekki til okkar því hann borðaði yfir sig af skyri. En hann gleymdi okkur ekki heldur skildi hann skyrdollu, fulla af glaðningi, eftir í hrauninu og það vakti mikla gleði hjá okkar fólki.

© 2016 - Karellen