Innskráning í Karellen
news

Jákvæðnilotan

10. 01. 2021

Jákvæðnilotan er upphaf nýrrar annar og er frábært að slá jákvæðan takt inn í skólastarf vorannarinnar. Þó svo að jákvæðnin sé alltaf í fyrirrúmi í leikskólanum, leggjum við sérstaka áherslu á hana í jákvæðnilotunni okkar. Lotan er tekin í janúar og nýtum við okkur þetta tækifæri til að formgera jákvæðniæfingarnar. Gleðin er æfð með öllum tiltækum ráðum og munum að söngur og hreyfing eru ein gagnlegustu verkfærin sem við eigum til þess.

© 2016 - Karellen