Innskráning í Karellen
news

Jákvæðnilotan

09. 01. 2023

Lota 4: Jákvæðni

  • Jákvæðnilotan er annað stig einstaklingsþjálfunar og fer fram í janúar.
  • Lykilhugtök eru: ákveðni, hreinskiptni, bjartsýni, gleði.
  • Uppskeruvikan er gleðivika.

Jákvæðnilotan er upphaf nýrrar annar og er frábært að slá jákvæðan takt inn í skólastarf vorannarinnar. Vitaskuld er jákvæðni alltaf í fyrirrúmi alla daga skólaársins en þarna er tækifæri til að formgera jákvæðniæfingarnar. Vinna með jákvæð orð og jákvæðar setningar, leikrit um jákvæða og neikvæða hegðun og gleðisöngvar eru meðal þess sem vinna má með. Jafnframt er mikilvægt að fjalla um bjartsýni og hvernig bjartsýnin birtist í afrekum mannkynssögunnar. Gleðin er æfð með öllum tiltækum ráðum og munum að söngur og hreyfing ýtir best við þeim boðefnum heilans sem valda taugafræðilegri gleði. Samhliða þjálfuninni í að skilja hvað jákvæð afstaða til lífsins þýðir, ber að vinna verkefni sem þjálfa börnin í að setja mörk fyrir sjálf sig, landamæri sem þau geta af ákveðni og elskulegheitum tjáð sig um. Beinar æfingar og umræða um það sem hver og ein/n vill fyrir sjálfa/n sig og hvernig við látum aðra vita af mörkunum okkar er hreinskiptniæfing og leikrit um skýr og óskýr skilaboð eru kjörin. Munum hið gamla og góða Hjallaráð; ekki segja ekki.

© 2016 - Karellen