news

Útskrift

21. 05. 2018

Á föstudaginn, þann 18. maí, var haldin útskrift hjá okkur á Hraunborg. Á útskriftinni var fámennt en góðmennt því það voru þrír ungir snillingar sem ætla að fara í grunnskólann næsta haust. Í því tilefni dagsins voru drengirnir búnir að undirbúa lag til að syngja við athöfnina og buðu þeir foreldrum sínum að koma og njóta stundarinnar með sér. Söngvararnir stóðu sig eins og hetjur og var síðan boðið upp á kaffi og aðrar veitingar og gekk þetta allt saman mjög vel fyrir sig.

Við, starfsfólkið á Hraunborg, óskum strákunum okkar innilega til hamingju með áfangan sinn!

© 2016 - Karellen