Innskráning í Karellen
news

Slökkviliðsheimsókn

17. 10. 2017

Á þriðjudaginn þann 17. október fengum við skemmtilega heimsókn á Hraunborg. Það var enginn annar en Bjarni frá slökkviliðinu. Hann kom og sýndi okkur reykskynjara og eldvarnateppi og minnti okkur á að á þessum tíma, rétt fyrir jólin, væri mjög sniðugt að skipta um batterí á reykskynjurunum. Eftir heimsóknina kvöddum við Bjarna og hann leyfði okkur að njóta ljósadýrðarinnar á þaki slökkviliðsbílsins.

Við á Hraunborg viljum taka undir orð Bjarna og minna ykkur á, elsku vinir, að muna eftir reykskynjaranum.

© 2016 - Karellen