news

Skólaheimsókn

03. 03. 2020

Í dag fóru börnin í skólahópnum okkar í heimsókn í grunnskólann á Varmalandi. Þar var vel tekið á móti okkur og voru það engir aðrir en vinir okkar úr fimmta og sjötta bekk sem tóku á móti okkur og sýndu okkur skólann. Heimsóknin heppnaðist vel, við fengum að kynnast mötuneytinu (sem var sérstaklega ánægjulegt) og við fórum síðan sæl og södd heim á Hraunborg.


© 2016 - Karellen