Innskráning í Karellen
news

Piparkökur og jólaföndur

24. 11. 2017

Í þessari viku var margt um að vera hjá börnunum á Hraunborg. Það var nefninlega verið að föndra sjáiði til. En öll vikan okkar hefur snúist meira og minna um deig og bakstur. Piparkökudeig og trölladeig voru hnoðuð og skorin út í allskonar form. Piparkökurnar voru skreyttar með allavega lituðum glassúr.

Jólaföndrið okkar tókst vel til. Þar voru hnoðaðar rommkúlur (- romm), föndrað var með krukkum og trölladeigsformum og með því var borið fram kakó og heimsins litríkustu piparkökur.

© 2016 - Karellen