news

Fjársjóðsleit og pylsuát!

20. 06. 2019

Það var mikið um að vera hjá okkur á Hraunborg á fimmtudaginn 20. júní því það var þá sem okkur datt það snjallræði í hug að halda sumarhátíðina okkar. Hátíðin byrjaði á því að sungin voru nokkur vel valin lög með börnum og foreldrum. Eftir söngin var uppgötvað bréf og fjársjóðskort sem sent hafði verið frá "alvöru sjóræningja"! Þar með hófst fjársjóðsleitin sem endaði síðan upp í rjóðri fyrir ofan leikskólann og hafði þá greyjið sjóræningjanum orðið það á að gleyma fjársjóðnum sínum upp í tré.

Eftir leitina var haldið til baka í leikskólann þar sem börn og foreldrar gæddu sér á pylsum og svölum. Allir voru bara nokkuð lukkulegir með uppákomuna og héldu þeir sem vildu út í garð leikskólans til þess að prófa fjársjóðinn.


© 2016 - Karellen