Innskráning í Karellen
news

Dimmur föstudagur

22. 01. 2018

Þann 12. janúar var haldið upp á Dimman föstudag í Borgarbyggð. Markmið dagsins var að nota sem minnst rafmagn og mögulegt er yfir daginn. Af sjálfsögðu tókum við á Hraunborg þátt í því og voru því öll börn hvött til þess að mæta með vasaljós fyrir föstudaginn dimma. Eftir morgunmat fóru öll börnin niður í sal og héldum við upp á föstudaginn dimma með dimmum söngfundi, en þar þurftu allir að hjálpast að við að lýsa á nótnablaðið hjá Kidda svo að eitthvað gagn gæti orðið af honum og gítarnum.

© 2016 - Karellen