Innskráning í Karellen
news

Dagur leikskólans

09. 02. 2018

Á þriðjudaginn þann 6. Febrúar var haldið upp á dag leikskólans á Hraunborg. Þetta gerðu börnin með því að bjóða foreldrum sínum í morgunkaffi. Boðið var uppá brauðbollur með áleggi og kaffi fyrir foreldra og áttu börn, foreldrar og kennarar notarlega stund saman.

Á degi leikskólans er gott að staldra aðeins við og hugsa um hvað leikskólastarfið gegnir vegamiklu hlutverki í lífi mikilvægu barnanna okkar. Þar fer fram gífurlega fjölbreytt nám sem er mikilvægt fyrir unga einstaklinga sem eru að læra á samfélagið okkar. Tilfinningar, lýðræði, jafnrétti, virðing fyrir margbreytileikanum, umhyggja, samkennd, tillitssemi og vinátta eru gildi sem skapa stóran sess í samfélaginu. Í leikskólanum hlúum við einnig að einstaka þroskaþáttum einstaklinga en þar gegnir málþroski barnanna stóru hlutverki.

Þó svo að stiklað hafi verið á stóru hér og að marg fleira hafi mátt nefna ætla ég að nefna eitt í viðbót sem gerir leikskólann svona mikilvægan.

Það er ótrúlega skemmtilegt að vera í leikskóla!

© 2016 - Karellen