news

Bjarni, Logi og Glóð

18. 10. 2019

Í dag kom hann Bjarni slökkviliðsstjóri í heimsókn til okkar á Hraunborg. Hann sagði börnunum frá mikilvægum hlutum eins og reykskynjaranum, slökkvitækinu og eldvarnarteppinu og hvernig þessi tæki virka. Hann sýndi börnunum myndband af Loga og Glóð þar sem þau kenndu okkur enn frekar á þessi mikilvægu tæki. Fyrir áhugasama er hægt að smella "hér" til að horfa aftur á það. Eftir fræðsluna fengu börnin okkar viðurkenningarspjald frá slökkviliðinu enda var þetta einstaklega áhugasamur og prúður hópur barna sem þarna átti í hlut.

© 2016 - Karellen