Innskráning í Karellen
news

Áræðnilotan

16. 03. 2020

Í mars hefst áræðnilotan hjá okkur á Hraunborg. Áræðnilotan er hámark einstaklingsstyrkingarinnar þar sem lögð er áhersla á æfingar og verkefni sem þjálfa áræðni, kjark og framkvæmdagleði. Íþróttir og hreyfing eru lykilatriði svo og að koma fram fyrir stóran hóp í tjáningu, dansi og tónlist. Kjarkur snýst ekki um að vera óhrædd/ur heldur að að sigrast á óttanum og gera það sem maður vill þrátt fyrir óttann.

Lykilhugtökin í áræðnilotunni eru kjarkur, kraftur, virkni og frumkvæði.

© 2016 - Karellen